top of page
IMG_0647_edited.jpg

Fjallasæla vor 2025

Fjallasæla er gönguhópur fyrir þau sem vilja gera útivist að lífsstíl og halda sér í góðu fjallgöngu formi allt árið. Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi og kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa REYNSLU af fjallgöngum og eru í ÁGÆTIS formi.

​​

Gengið er annan hvern miðvikudag og annan hvern laugardag sömu vikuna og frí hina. Miðvikudagsgöngurnar byrja kl.18 og helgargöngunar kl.9/10. Það verður í boði að mæta á úti þolæfingar alla þriðjudaga kl.17.30-18.30, alls 18 skipti fyrir þau sem eru skráð í gönguhópa vorið 2025. Í útiæfingunum munum við taka allskonar þolæfingar til að stykja líkama og sál. Við endum verkefnið á sumarsólstöðugöngu yfir Laugaveginn. Þátttakendur koma sér sjálfir að upphafsstað göngu en það er alltaf boðið að keyra í samfloti og sameinast í bíla. Því miður er ekki hægt að kaupa stakar göngur. Hægt verður að kaupa verkefnið með ferð um Laugaveginn eða án.

Fararstjórn: Edith Gunnars og aðrir fararstjórar Ferðasetursins

Verð   79.900 kr​ án Laugavegs

Verð 109.900 kr með Laugaveginum

Dagskrá vorönn 2025:

08.01  Kynningarfundur GG Sport kl.17.30

25.01  Laugardagur  Grímsstaðamúli 12 km/570 m/5 klst

28.01  Þriðjudagur þolæfing

04.02  Þriðjudagur þolæfing

05.02  Miðvikudagur  Selfjall og Sandfell 6 km/300 m/ 2,5 klst

08.02  Laugardagur  Grindarskörð 12 km/500 m/4,5 klst  

11.02   Þriðjudagur þolæfing

18.02   Þriðjudagur þolæfing

19.02   Miðvikudagur  Geitahlíð og Stóra Eldborg 5 km/300 m/ 2,5 klst

22.02  Laugardagur  Skarðshnöttur og Skálafell 10km/500 m/4 klst

25.02  Þriðjudagur þolæfing

04.03  Þriðjudagur þolæfing

05.03  Miðvikudagur  Húsmúli og Þjófagil 5 km/160 m/2 klst

08.03  Laugardagur  Kinnar-, Axlar- og Tunguhyrna 12 km/670 m/5,5 klst

11.02   Þriðjudagur þolæfing

18.02  Þriðjudagur þolæfing

19.03   Miðvikudagur  Múlafjall 6,5 km/300 m/3 klst

22.03  Laugardagur  Hrútadalur 10 km/500 m/4,5 klst25

25.03   Þriðjudagur þolæfing

01.04   Þriðjudagur þolæfing

02.04  Miðvikudagur  Þyrilsnes 6 km/150 m/2,5 klst

05.04  Laugardagur  Gatfell, Mjóafell innra og fremra 12 km/560 m/ 5 klst

08.04   Þriðjudagur þolæfing

PÁSKAFRÍ

23.04  Miðvikudagur  Gullbringa og Geithöfði 8 km/400 m/ 3 klst

26.04  Laugardagur  Köldu- og Nesjalaugargil 10 km/750 m/4 klst

29.04  Þriðjudagur þolæfing

06.05  Þriðjudagur þolæfing

07.05  Miðvikudagur  Vörðuskeggi frá Dyradal 6,5 km/730 m/3 klst

10.05  Laugardagur  Laxárgljúfur 18 km/200 m/ 8 klst*

13.05   Þriðjudagur þolæfing

20.05  Þriðjudagur þolæfing

27.05   Þriðjudagur þolæfing

03.06  Þriðjudagur þolæfing

10.06   Þriðjudagur þolæfing

19-23.06 SUMARSÓLSTÖÐU GANGA UM LAUGAVEGINN** 

*Rúta greiðist sér

**Trúss og matur greiðist sér

***Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs

bottom of page