top of page
hekla.jpg

Laugardagsfjör - Hekla gönguferð 12. október 2024

Eftir að hafa ráðfært okkur við tvo jarðfræðinga þá höfum ákveðið að nýta veðurblíðuna á laugardaginn og fara í gönguferð á Heklu. Það hefur ekkert verið að gerast á þessu svæði og miðað við tæknina í dag og það sem jarðfræðingar segja, þá væri hún búin að hrista sig ef gos væri í vændum. Einnig ef einhverjar hræringar byrja þá fá allir sms á nálægðum svæðum. Ef við hættum við þá fá allir endurgreitt!!

Hekla er eitt þekktasta eldfjall Íslands og hefur heillað fólk frá fornu fari með sínu stórbrotna landslagi og sögu. Við bjóðum upp á spennandi gönguferð upp á þetta stórfenglega fjall þar sem þú færð tækifæri til að upplifa náttúruöflin í sinni tærustu mynd.

Lýsing á ferðinni: Gönguferðin byrjar í 800 metrum. Gönguleiðin er c.a 11-12 km og 750 metra hækkun. Leiðin upp á topp tekur um 2-3 klukkustundir og heildar göngutími er um 4-5 klst, fer eftir veðri og ástandi slóða. Á leiðinni göngum við í gegnum hraunbreiður, ösku og fjalllendi. Verðlaunin eru stórkostlegt útsýni af toppnum yfir hálendi Íslands sem ekki gleymist. Þú getur séð yfir stóran hluta Suðurlands, þar á meðal fjöll, jökla og hraunbreiður. Ef veður leyfir er hægt að taka sér stutta hvíld á toppnum áður en við göngum aftur niður.

Erfiðleikastig: Miðlungs-erfið gönguferð og ekki tæknilega erfið. Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi og tilbúnir fyrir mismunandi veðurskilyrði. Þetta er ekki gönguferð fyrir byrjendur

Veðurspá: Það verður bjartviðri og sól, lítill vindur og c.a 5-7 stiga frost. 

Brottför: Farið verður á einkabílum, Akstur er c.a 150 km og tekur um 2 1/2 klst. Boðið verður að keyra í samfloti frá RVK, brottför kl. 7.30.

Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir

Verð 9.900 kr.*

*innifalið: leiðsögn 

bottom of page