Hornstrandir lúxusferð: Göngur og jóga
15 - 18. júlí 2025
15. júlí 2024
4 dagar
129.000 kr
Upplifðu einstaka náttúru Hornstranda á ferð sem sameinar hreyfingu, hugarró og innri tengingu. Ferðin er hugsuð fyrir þá sem vilja njóta bæði kraftmikillar gönguferðar og nærandi jógaæfinga í kyrrlátri og stórbrotinni náttúru. Ferðin hefst með siglingu í Látravík þar sem stórbrotin náttúra og ósnortnir víðernir taka á móti þér.
Við byrjum dagana á mildum jógaæfingum sem vekja líkamann og stilla hugann fyrir komandi ævintýri. Eftir dýrindis morgunverð leggjum við af stað í göngu þar sem við njótum útsýnisins yfir fjöll, dali og ósnortin víðerni Hornstranda. Lögð er áhersla á hæfilegan gönguhraða svo allir fái notið hverrar stundar.
Kvöldin eru tileinkuð slökun með endurnærandi jóga og hugleiðslu sem hjálpa þér að tengjast sjálfum þér og náttúrunni enn dýpra. Gist er í sögufræga Hornbjargsvita á svæðinu þar sem kyrrðin og fegurðin skapar fullkomið umhverfi fyrir hvíld og endurnýjun.
Við mælum með að þátttakendur hafi almenna útivistargetu og séu tilbúnir í létta líkamlega áskorun.
Komdu með okkur og upplifðu töfra Hornstranda þar sem friðsældin og stórbrotið landslag sameinast í ógleymanlegri ferð sem endurnærir bæði líkama og sál.
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 29.000 kr og er óendurkræft. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Í þessa ferð þarf lámark 16 manns hámark 20 manns
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Elinas Jackson
Verð: 129.000 kr
Innifalið
-
Undirbúningsfundur
-
1x undirbúningsganga
-
Sigling frá Norðurfirði í Látravík
-
Sigling frá Látravík til Norðurfjarðar
-
Gisting í 3 nætur í Hornbjargsvita
-
Morgun- og kvöldverður
-
Grillveisla
-
Kaffi, te og kakó
-
Jóga (fer eftir veðri)
-
2 Fararstjórar
Ekki innifalið
-
Akstur á Norðurfjörð
-
Nesti í göngum
-
Forfallatrygging
-
Ferða og slysatrygging
Dagskrá
Dagur 1 - 21. júlí 2025
Hópurinn hittist á Norðurfirði. Siglt með farangur í Látravík en hópurinn fer úr bátnum í Smiðjuvík. Göngum að fossinum Drífandis og þaðan í Látravíkina þar sem við komum okkur fyrir í vitanum. Tökum öndunaræfingar, hugleiðslu og jóga eftir því sem veður leyfir
Gönguvegalengd 11 km
Gönguhækkun 500 metrar
Göngutími 6 klst
Innifalið: Sigling, gisting í vita, jóga og kvöldmatur
Dagur 2 - 22. júlí 2025
Við byrjum daginn á léttum jógateygjum fyrir göngu dagsins. Eftir morgunverð göngum við umhverfis Hornbjargið. Gengið út frá Hornbjargsvita um Almannaskarð, meðfram brúnum undir Eilífstindi, á Kálfatind, yfir Miðfell og út á Horn. Tökum öndunaræfingar, hugleiðslu og jóga eftir því sem veður leyfir
Gönguvegalengd 19 km
Gönguhækkun 1000 metrar
Göngutími 10 klst
Innifalið: Gisting í vita, jóga, morgun- og kvöldmatur
Dagur 3 - 23. júlí 2025
Við byrjum daginn á léttum jógateygjum fyrir göngu dagsins. Eftir morgunverð göngum við í Hornavík og aftur í Hornbjargsvita. Tökum öndunaræfingar, hugleiðslu og jóga eftir því sem veður leyfir. Grillveisla um kvöldið
Gönguvegalengd 15 km
Gönguhækkun 650 metrar
Göngutími 8 klst
Innifalið: Gisting í skála, jóga, morgunmatur og grillveisla
Dagur 4 - 24. júlí 2024
Við byrjum daginn á mjúkum jógateygjum. Eftir morgunmat pökkum við saman dótinu okkar og njótum umhverfisins á meðan við bíðum eftir bátnum. Þegar við komum til Norðurfjarðar göngum við á Kálfatinda 656 metra hæð. Tilvalið að skella sér í Krossneslaugina fyrir heimför og jafnvel gista á hótel Djúpavík.
Gönguvegalengd 5 km
Gönguhækkun 650 metrar
Göngutími 2,5 klst
Innifalið: Sigling, jóga og morgunmatur