Kvennafjör - Reykjanesskagi
Kvennafjör er gönguhópur fyrir konur sem vilja hafa gaman á fjöllum og njóta íslenskrar náttúru í hópi kvenna. Markmiðið er að kynnast nýjum og fjölbreyttum gönguleiðum á ákveðnum svæðum. Á hverri önn er eitt svæði tekið fyrir, fræðumst um land og sögu þess svæðis. Á vorönn 2025 þá ætlum við að ganga á Reykjanesskaga. Akstur frá borginni er c.a 30 mín.
Vilt þú ganga um heitasta svæði landsins í hópi skemmtilegra kvenna? Þar sem Norður- Atlandshafshryggurinn rís úr sjó, stórbrotin náttúra og leyndar perlur með háhitasvæðum, hraunbreiðum, gígum, gjám, dyngjum, vötnum og eldgosum. Reykjanesskagi er stórt svæði sem býður upp á ótrúlega margar og fallegar gönguleiðir. Við verðum að sjálfsögðu fjarri hættusvæðum og fylgjumst náið með gossvæðum.
Fjallaverkefnið samanstendur af 15 göngum og þar af ein ganga í Þórsmörk. Við byrjum verkefnið í byrjun febrúar þegar sólin er farin að hækka örlítið á lofti. Fyrsta ganga er sunnudaginn (eina gangan sem er á sunnudegi) 2.2.2025 og endar á Þórsgötu í Þórsmörk. Það verður í boði að mæta á úti þolæfingar alla þriðjudaga kl.17.30-18.30, alls 18 skipti fyrir þau sem eru skráð í gönguhópa vorið 2025. Í útiæfingunum munum við taka allskonar þolæfingar til að stykja líkama og sál. Verkefnið er fyrir allar konur sem vilja hafa gaman á fjöllum og njóta náttúrunnar en um leið fræðast um land og sögu Reykjanesskaga.
Gengið er 1x í viku, mánudagsgöngurnar byrja kl. 18 en helgargöngurnar og Sumardagurinn fyrsti kl. 9/10. Þolæfingar á þriðjudögum byrja kl. 17.318.30. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu en hópurinn sameinast í bíla og keyra saman í samfloti. Því miður er ekki hægt að kaupa stakar göngur. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði.
Fararstjórn: Edith Gunnars og aðrir fararstjórar Ferðasetursins
Verð 64.900 kr
Dagskrá vorönn 2025:
08.01 Kynningarfundur GG Sport
02.02 Sunnudagur Gullbringa og Geithöfði 8 km/450 m
04.02 Þriðjudagur þolæfing
10.02 Mánudagur Fjallið eina og Sandfell 5,5 km/250 m
11.02 Þriðjudagur þolæfing
17.02 Mánudagur Breiðdalshnúkar og Háuhnúkar 6 km/290 m
18.02 Þriðjudagur þolæfing
22.02 Laugardagur 100 gíga leiðin 14 km/250 m
25.02 Þriðjudagur þolæfing
03.03 Mánudagur Hattur og Hetta 6 km/300 m
04.03 Þriðjudagur þolæfing
10.03 Mánudagur Hellutindar 6,5/380 m
11.03 Þriðjudagur þolæfing
17.03 Mánudagur Eldborg og Geitafell 5 km/350 m
18.03 Þriðjudagur þolæfing
24.03 Mánudagur Stóra og Litla Lambafell 7 km/290 m
25.03 Þriðjudagur þolæfing
29.03 Laugardagur Eldvörp og Tyrkjabyrgin 12 km/150 m
01.04 Þriðjudagur þolæfing
07.04 Mánudagur Fagradalsmúli 6 km/350 m
08.04 Þriðjudagur þolæfing
14.04 Mánudagur Fíflavalalfjall 5 km/250 m
PÁSKAFRÍ
24.04 Fimmtudagur Sumardagurinn fyrsti Trölladyngja og Grænadyngja 9 km/550 m
28.04 Mánudagur Keilir 7 km/400 m
29.04 Þriðjudagur þolæfing
05.05 Mánudagur Grænuvatnseggjar og Sogin 7 km/400 m
06.0 5 Þriðjudagur þolæfing
10.05 Laugardagur Þórsgata Þórsmörk 17 km/650 m og kvöldverður í Húsadal*
*Rúta og matur greiðist sér
**Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs