top of page
IMG_1044_edited.jpg

Laugardagsfjör - Þegar viðrar vel til fjalla
Gönguhópur fyrir þau sem hafa reynslu af fjallgöngum

Laugardagsfjör er gönguhópur sem gengur einn laugardag í hverjum mánuði og ein helgarferð í ágúst. ÞAÐ VERÐUR BARA GENGIÐ ÞEGAR VIÐRAR VEL TIL FJALLA og við veljum besta svæðið til göngu eftir veðurspá.

Markmiðið er að hafa gaman á fjöllum í lengri göngum á laugardögum, njóta íslenskrar náttúru í skemmtilegum hópi þegar spáin er góð.

Þær gönguleiðir sem koma til greina í þessu verkefni eru:

Baula - Bláfell á Kili - Blikdalur - Botnsúlur - Esjudalir - Eiríksjökull* - Hekla - Hvannárgil* - Hróarstindur - Hrútafjöll - Högnhöfði - Jósepsdalur - Kálfstindar - Kristínartindar - Mýrdalshlaup gönguleið - Ólafsskarðsvegur - Skeggi - Skessuhorn - Skjaldbreiður - Snæfellsjökull - Sólheimajökull 

Þær helgarferðir sem koma til greina í þessu verkefni eru:

Dyrfjöll/Stórurð Borgarfirði Eystra, Snæfell, Vonarskarð/Nýidalur eða Þakgil

*Þessar ferðir verða með rútu sem greiðist sér

**Gisting í helgarferð greiðist sér

Verkefni stendur yfir í 12 mánuði frá september 2024 til ágúst 2025, samtals 10 laugardagsgöngur og ein helgarferð 15 - 17. ágúst. Það er gengið annan laugardag í hverjum mánuði og byrja göngurnar kl. 9 eða 10. Þátttakendur koma sér sjálfir á upphafsstað göngu, en hópurinn hittist alltaf fyrir göngurnar, sameinast í bíla og keyra í samfloti. Gönguhópurinn er ætlaður þeim sem hafa reynslu af fjallgöngum. Því miður verður ekki hægt að kaupa staka göngur.

Lámarksfjöldi 25, hámark 40

Fararstjórn: Fararstjórar Ferðasetursins

Verð 79.900 kr*

*innifalið: leiðsögn

Dagsetningar:

Kynningarfundur 20.8 kl.19.00 Hægt að horfa hér

Laugardagur 14.09 2024  - Skjaldbreið

Laugardagur 12.10 2024 - Hekla

Laugardagur 09.11 2024 - Flekkudalshringur - Sandafell, Esjuhorn, Skáltindur og Nónbunga

Laugardagur 07.12 2024

Laugardagur 11.01  2025

Laugardagur 01.02 2025

Laugardagur 01.03 2025

Laugardagur 12.04 2025

Laugardagur 03.05 2025

Laugardagur 14.06 2025

Helgi 15 - 17 ágúst  2025**

*Ferðasetrið áskilur sér rétt að breyta ferð vegna veðurs

**Gisting greiðist sér

bottom of page