Lónsöræfi lúxusferð: Göngur og jóga
21 - 24. júlí 2025
21. júlí 2024
4 dagar
129.000 kr
Göngu og jógaferð á eitt fallegasta göngusvæði landsins Lónsöræfi, einnig nefnd Stafafellsfjöll. Einstakt landslag, mikil litadýrð og fagrir fjallasalir sem mynda umgjörð friðlandsins. Þar eru fornar megineldstöðvar sem jöklar ísalda hafa sorfið. Sum svæði eru einfaldlega þannig að maður verður að fara þangað og upplifa þau. Lónsöræfi eru eitt af þeim. Um er að ræða eitt af stærstu verndarsvæðum landsins, um 320 ferkílómetrar að flatarmáli og hefur það verið nefnt Friðland á Lónsöræfum þótt heimamenn almennt vilji frekar kalla það Stafafellsfjöll.
Akstur að Illakambi, gisting í Múlaskála, morgun- og kvöldverður, grillmáltíð seinasta kvöldið, jóga og leiðsögn. Hægt er að komast í sturtu gegn gjaldi. Þátttakendur þurfa að koma með sitt eigið nesti fyrir göngudagana.
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 29.000 kr og er óendurkræft. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Í þessa ferð þarf lámark 12 manns hámark 26 manns
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir og Elinas Jackson
Verð: 129.000 kr
Innifalið
-
Undirbúningsfundur
-
Akstur að Illakambi
-
Akstur frá Kambi
-
Gisting í 3 nætur
-
Svefnpoki
-
Morgun- og kvöldverður
-
Grillveisla
-
Kaffi, te og kakó
-
Jóga (eftir veðri)
-
2 Fararstjórar
Ekki innifalið
-
Akstur á Höfn
-
Liner inn í svefnpoka
-
Nesti í göngum
-
Forfallatrygging
-
Ferða og slysatrygging
Dagskrá
Dagur 1 - 21. júlí 2025
Hópurinn hittist á Höfn og keyrir á upphafsstað þar sem við förum í jeppana. Keyrt að Illakambi. Göngum þaðan í Múlaskála og nærumhverfi.
Gönguvegalengd frá Illakambi niður að Múlaskála er 2,5 km og tekur um 1,5 klst.
Gönguvegalengd í nærumhverfi Múlaskála 5 km og 350 metrar
Innifalið: Akstur að Illakambi, gisting í skála, kvöldmatur og jóga
Dagur 2 - 22. júlí 2025
Við byrjum daginn á léttum jógateygjum fyrir göngu dagsins. Gengið verður að Tröllakrókum og Víðidal.
Gönguvegalengd er 17 km, 850 metra hækkun og tekur um 8 klst
Innifalið: Gisting í skála, morgun- og kvöldmatur og jóga
Dagur 3 - 23. júlí 2025
Við byrjum daginn á léttum jógateygjum fyrir göngu dagsins. Eftir morgunmat göngum við upp Flumbrugil og Víðibrekkusker. Jógateygjur í lok göngu
Gönguvegalengd 13 km, 800 metrar hækkun og tekur um 8 klst
Innifalið: Gisting í skála, morgun- og kvöldmatur og jóga
Dagur 4 - 24. júlí 2024
Við byrjum daginn á mjúkum jógateygjum fyrir göngu dagsins. Eftir að við pökkum saman dótinu okkar, göngum við upp á Illakamb. Við höldum áfram niður Kambana. Einstakt landslag og hrikalegir tinda blasa við okkur þessa síðustu kílómetrana þar sem við erum sótt og keyrð aftur að bílunum
Gönguvegalend 12 km, 600 metra hækkun og tekur um 6 klst
Innifalið: Gisting í skála, akstur, morgunmatur og jóga