Epískt ferðalag um Himalaya – Gönguferð í grunnbúðir Everest um Gokyo vötnin
13. október 2025
19 dagar
599.900 kr
Gönguferð í grunnbúðir Everest um Gokyo vötnin er epískt ævintýri í gegnum hjarta Himalaya-fjallgarðsins. Einstök leið sem er mun fáfarnari en hefðbundna leiðin og er meira krefjandi. Þessi hringferð sameinar stórbrotna náttúru, menningarlega dýpt og hrífandi landslag sem aðeins fáar leiðir í heiminum bjóða upp á.
Ævintýralegt þyrluflug
Ferðin hefst á ævintýralegu þyrluflugi frá Kathmandu til Lukla. Þetta sparar 8 klukkustunda rútuferð til næsta flugvallar*og býður upp á einstakt útsýni yfir gróðurmikið landslag Nepal og hæstu tinda Himalajafjalla. Að lenda í Lukla er oft kallað „hliðið að Everest“ sem markar upphaf göngunnar. Að loknu ferðalagi býður okkar síðasta útsýnið yfir stórbrotin fjöllin og lítil þorpi sem þú varst að kanna á fæti. Stórbrotið þyrluflug frá Namche Bazaar til Kathmandu sem fullkomnar ævintýrið.
* Nepölsk stjórnvöld hafa verið að gera breytingar á innanlandsflugi til Lukla. Margir hafa þurft að fljúga frá Ramechhap til Lukla sem er í 8 klst fjarlægð frá Kathmandu. Þetta getur haft verulegar tafir og óþægindi í för með sér. Þess vegna hefur Ferðasetrið ákveðið að nota eingöngu þyrluflug til Lukla og til baka til Kathamandu í lok gönguferðar.
Menning og líf Sherpa-fólksins
Á leiðinni munt þú heimsækja fagur þorp og klaustur þar sem menning Sherpa-fólksins lifir í sinni tærustu mynd. Þar er tekið á móti gestum með hlýju og gestrisni, og þú færð innsýn í hefðir og trúarbrögð þeirra, auk þess sem þú getur dáðst að litasporklæðum bæjanna og hefðbundnum matargerð.
Einstök náttúra og ósnortið landslag
Frá Lukla liggur leiðin upp í gegnum sjarmerandi þorp og skóga, yfir hengibrýr og meðfram skínandi ám. Ferðamenn fara í gegnum Sagarmatha þjóðgarðinn, sem er á heimsminjaskrá UNESCO og skoða sjaldgæfa gróður- og dýralífið á svæðinu. Gönguferðin leiðir ferðalanga að heillandi Gokyo vötnunum sem skarta græn- og bláum tónum í einstakri kyrrð og umkringd snæviþöktum tindum. Í ferðinni er einnig tækifæri til að klífa Gokyo Ri (5.350 m), sem veitir víðáttumikið útsýni yfir nokkra hæstu tinda heims og stórbrotna jökla.
Áskorun og upplifun
Frá Gokyo liggur leiðin yfir Cho La-skarðið sem er í 5.420 metra hæð. Gönguleið sem er krefjandi en verðug áskorun fyrir þá sem elska ævintýri. Þetta er óviðjafnanleg gönguleið í gegnum grýtt landslag og jökla, sem sameinast að lokum klassísku leiðinni til grunnbúða Everest. Að ná þessum áfanga er ógleymanleg upplifun. Að lokum liggur leiðin áfram að takmarkinu sjálfu – grunnbúðum Everest í gegnum stórbrotið landslag meðfram Khumbu-jöklinum, þar sem þú munt sjá ísilögð gil og hrikalegar jökulrákir. Þegar komið er í grunnbúðirnar, staðsettar í um 5.364 metra hæð, upplifir þú einstaka stemningu. Táknrænn áfangastaður fyrir alla göngugarpa og það að standa á þessum stað fyllir ferðamanninn stolti að hafa náð takmarkinu.
Hápunktar ferðarinnar
-
Ævintýralegt þyrluflug frá Kathmandu til Lukla
-
Heimsóknir í sjarmerandi þorp og klaustur Sherpa-fólksins.
-
Gönguferð um Sagarmatha þjóðgarðinn sem er á heimslista UNESCO
-
Færri ferðamenn á gönguleið Gokyo en á hefðbundnu leiðinni.
-
Glæsilegt útsýni yfir átta af tíu hæstu fjallatindum heims
-
Gokyo dalurinn og Gokyo vötnin
-
Ótrúlegt útsýni af Gokyo Ri tindinum 5.357 metrar
-
Cho La fjallskarðið 5.420 metrar
-
Grunnbúðir Everest 5.364 metrar
-
Einstakt útsýni frá Kala Patthar 5.545 metrar
-
Tilkomu mikið útsýni yfir Khumbu jökulinn
-
Töfrandi útsýni yfir Everest 8.849 metra og aðra stórkostlega tinda yfir 8.000 metra
-
Ævintýralegt þyrluflug frá Namche Bazaar til Kathmandu
Þessi ferð býður upp á einstakt tækifæri til að upplifa bæði hina gríðarstóru fegurð Himalayafjalla og menningu þeirra sem búa í skugga Everest. Ferð sem skilur eftir djúpstæð áhrif, ógleymanlegar minningar og löngun til að snúa aftur.
Göngudagarnir eru mis erfiðir og þeir geta verið langir og krefjandi í hæð. Þátttakendur þurfa að vera í mjög góðu formi fyrir þessa ferð. Þótt að farangur sé trússaður á milli gististaða þá eru sumar dagsleiðirnar krefjandi.
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 100.000 kr og restina af ferðina þarf síðan að greiða fyrir 13. ágúst 2025. Hægt að skipta greiðslum. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Lámarksfjöldi 12, hámark 16
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir, Elinas Jackson og Sherpar frá Nepal
Verð 599.900 kr*
* miðað við tvíbýli, aukakostnaður fyrir einbýlí á hóteli er 40.000 kr.
Innifalið í verði
-
Undirbúningsfundur
-
2x gönguferðir fyrir ferðina
-
Akstur til og frá hóteli (fyrir þau flug sem Ferðasetrið mælir með)
-
Gisting í 2 nætur á 5 stjörnu hóteli í Kathmandu með morgunmat
-
Kvöldverður fyrsta kvöldið
-
Þyrluflug frá Kathmandu til Lukla
-
Þyrluflug frá Namche Bazaar til Katmandu
-
Akstur frá hóteli að þyrluflugi
-
Akstur frá þyrluflugi aftur á hótel
-
Þjóðgarðsgjöld
-
Erlendir og íslenskir leiðsögumenn
-
Burðarmenn
-
Allur matur á meðan á göngu stendur
-
Gisting í tehúsi (ekki hægt að fá einbýli þar)
-
Súrefnistankar
-
Duffle taska
-
Lán á svefnpoka, göngustöfum og dúnúlpu
Ekki innifalið í verði
-
Flug til Kathmandu - Ferðasetrið aðstoðar með flug
-
Visaáritun (kostar $50)
-
Auka nætur á hóteli í Kathmandu
-
Matur á frídegi í Kathmandu fyrir og eftir gönguferð
-
Drykkir á gönguferð (hægt að kaupa alls staðar á leiðinni)
-
Annar matur á göngu sem ekki er talinn upp í lýsingu
-
Sturtur
-
Hleðsla á raftækjum
-
Þjórfé
Mikilvægar upplýsingar
Bólusetningar og lyf: Mikilvægt er að hafa samband við heilsuhægslustöð varðandi bólusetningar og lyf. Einnig er hægt að hafa samband við Vinnuvernd/Ferðavernd og bóka viðtal /ráðgjöf vegna bólusetningar hægt að sjá hér:
https://www.vinnuvernd.is/en_GB/bolusetningar-ferdalog
Vegabréf: Þarf að vera í gildi 6 mánuði eftir að viðkomandi lendir í Nepal
Vegabréfsáritun: Sækja þarf um vegabréfsáritun til Nepal. Viðkomandi fyllir út umsókn á netinu (sér umsókn fyrir maka og börn). Með umsókn þarf að fylgja passamynd(má vera tekin á síma eða af FB), mynd af vegabréfi og flugmiði(pdf skjal). Hægt að sækja um hér:
https://nepaliport.immigration.gov.np/onlinevisa-mission/application
Sérstakar tryggingar: Þáttakendur þurfa að hafa sérstakar tryggingar þegar gengið er í hæð. Ferðasetrið veitir upplýsingar/aðstoð um hvaða tryggingarfélög hafa hafa komið best út.
A.T.H að þátttakendur vita aldrei fyrirfram hvernig líkaminn bregst við í hæð og geta göngumenn orðið veikir á göngu og það getur verið lífshættulegt að ganga í hæð. Ferðasetrið kaupir þjónustu af erlendri ferðaskrifstofu sem hefur mikla reynslu af göngum í hæð og hafa leiðsögumenn súrefni með í för. Einnig er Elinas leiðsögumðaur hjá Ferðasetrinu með sérstaklega mikla reynslu af göngum í hæð og háfjallaveiki.
Dagskrá
Ferðadagur - Flug frá Íslandi til Kathmandu. Ferðasetrið getur aðstoðað með flug. Ferðasetrið mælir með því að fljúga út 2-3 dögum áður en ferðin byrjar.
Dagur 1 - 13.10 - Kathmandu
Ferðin byrjar í Kathmandu. Skoðunarferð um Thamel Bazaar. Seinni partinn er kynning á ferðinni og sameiginlegur kvöldverður.
Innifalið: skoðunarferð, kvöldverður gisting á hóteli
Dagur 2 - 14.10 - Kathmandu - Lukla - Phakding (2.600 m)
Byrjum daginn snemma á ævintýralegu þyrluflugi til Lukla frá Kathmandu. Flugið býður upp á stórbrotið útsýni yfir Himalayafjöllin, þar á meðal Everest. Flugið tekur 45 mínútur. Þegar við komum til Lukla munum við hitta restina af okkar teymi sem verður með okkur í gönguferðinni. Göngum til Phakding.
Gönguvegalengd: 9 km
Gönguhækkun: 500 m
Göngutími: 4 klst
Innifalið: þyrluflug til Lukla, gisting, morgun-, hádegis og kvöldmatur
Dagur 3 - 15.10 - Phakding - Namche Bazaar (3.400 m)
Gengið meðfram Dudh Koshi ánni, í gegnum fjölmörg þorp, klaustur og hengibrýr. Á leiðinni til Benkar þorpsins fáum við fallegt útsýni yfir Himalayafjöllin. Í Monjo verða gönguleyfin okkar skoðuð og síðan förum við inn í Sagarmatha þjóðgarðinn og göngum til Namche Bazaar.
Gönguvegalengd: 14 km
Gönguhækkun: 1500 m
Göngutími: 9 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 4 - 16.10 Hæðaraðlögun í Namche Bazaar (3.500 m) - Khunde (3.840 m) - Edmund Hillary Viewpoint (4.200 m)
Þú munt dvelja í Namche Bazaar í eina nótt í viðbót svo þú getir aðlagast hæðinni almennilega. Við göngum upp að Everest view hotel sem er í 3.880 metra hæð og þaðan upp að Edmund Hillary Viewpoint sem er í 4.200 metra hæð. Stórkostlegt útsýni yfir Everest og fleiri tinda. Göngum aftur niður í Namche.
Gönguvegalengd: 12 km
Gönguhækkun: 750 m
Göngutími: 6 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 5 - 17.10 Namche Bazaar - Dole (4.000 m)
Frá Namche verður gengið til Shyanboche og síðan í Khumjung stærsta þorpi svæðisins þar sem við tökum hádegismat. Yfir Khumjung gnæfir hinn heilagi tindur Khumbilya (5.761m). Það er heimili verndar gyðjunnar á svæðinu, oft sýnd í trúarlegum málverkum (eða thangkas) sem hvít í andliti á hvítum hesti. Í Khumjung heimsækjum við Khumjung klaustrið. Höldum síðan göngunni áfram til Dole þar sem við gistum.
Gönguvegalengd: 12,5 km
Gönguhækkun: 1000 m
Göngutími: 7 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 6 - 18.10 Dole - Machermo (4.470 m)
Við göngum upp úr Dole-dalnum meðfram Dudh Koshi ánni. Förum í gegnum dásamleg þorp þar til við komum að Machermo. Eftir hádegismat er farið í aðlögunargöngu upp í 4.700 m og aftur niður í Machermo þar sem er gist.
Gönguvegalengd: 6,5 km (Machermo) og 3,5 km (aðlögunarganga)
Gönguhækkun: 500 m og 280 m
Göngutími: 4 klst og 2,5 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 7 - 19.10 Machermo - Gokyo (4.750m)
Stutt en frekar brött ganga frá Machermo dalnum upp í brattar grashlíðar Dudh Kosi dalsins. Dalurinn stækkar eftir því sem þú ferð í gegnum Pangka (4.390m) og áfram að Ngozumpa-jökulsins, sem er sá stærsti í Nepal og er upptök Dudh Kosi árinnar. Gengið er yfir slóð vestan megin við jökulinn til að komast að litlu stöðuvatni í breiðum dal. Gengið framhjá stærra stöðuvatni við Longpongav (4.690m), áður en farið er eftir hlíðum að þriðja vatninu Dudh Pokari þar sem þorpið Gokyo (4.750m) er staðsett. Tehúsið er staðsett nálægt vatninu og ef engin ský eru í kring verður sólstofan yndisleg og hlý síðdegis. Gisting í Gokyo í 2 nætur.
Gönguvegalengd: 8 km
Gönguhækkun: 500 m
Göngutími: 5 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 8 - 20.10 Gokyo (4.750 m) - Gokyo Ri (5.357m) - Gokyo (4.750 m)
Dagurinn tekin snemma, göngum á Gokyo Ri tindinn sem er með eitt besta útsýni af Khumbu-svæðinu og er oft talinn hápunktur ferðarinnar af mörgum. Þetta er stutt en krefjandi ganga og vel þess virði með stórkostlegt útsýni yfir fjóra 8.000 metra plús tinda - Everest (8.849 m), Cho-Oyo (8.153 m), Lhotse (8.511 m) og Makalu (8.481 m). Einstakt útsýni yfir Gokyo vötnin og Ngozumpa jökulinn. Þú ferð aftur niður til Gokyo þar sem við sofum aðra nótt.
Gönguvegalengd: 5,5 km
Gönguhækkun: 600 m
Göngutími: 5 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 9 - 21.10 Gokyo - Dragnag (4.700m)
Eftir morgunmat göngum við til Dragnag. Stuttur göngudagur og á þessari dagleið er töfrandi útsýni yfir Everest Makalu, Lhotse og fleiri tinda. Gengið er yfir Ngozuma jökulinn og áfram upp hlíðina að Dragnag þar sem við gistum. Við komum snemma á náttstað og fáum tækifæri til að hvílast vel fyrir næsta dag sem er einn sá erfiðasti í göngunni.
Gönguvegalengd: 5 km
Gönguhækkun: 200 m
Göngutími: 4 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 10 - 22.10 Dragnag - Cho La Pass (5.420 m) - Dzongla Kharka (4.730 m)
Eftir morgunmat er gengið upp í fjallaskarðið Cho La Pass sem er í 5.420 metra hæð, yfir skarðið og niður í Dzongla. Þessi göngudagur er mesta áskoruninni í gönguferðinni. Njótum útsýnisins í fjallaskarðinu áður en við göngum niður þar sem við gistum í Dzongla
Gönguvegalengd: 12 km
Gönguhækkun: 900 m
Göngutími: 9 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 11 - 23.10 Dzongla - Lobuche (4.928 m)
Eftir morgunmat er gengið til Lobuche, þetta er stuttur göngudagur sem er vel þegin eftir að hafa sigrað Cho La fjallaskarðið. Á þessum göngudegi sameinumst við aðal gönguleiðinni upp í grunnbúðir Everest. Þar upplifum við meiri traffík en síðustu daga í gegnum Gokyo Lake. Við komum snemma á náttstað til að hvíla sig vel fyrir aðal markmiðið í ferðinni: Grunnbúðir Everest daginn eftir.
Gönguvegalengd: 7 km
Gönguhækkun: 400 m
Göngutími: 5 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 12 - 24.10 Lobuche - Gorakshep (5.140m) - Everest grunnbúðir (5.364 m) - Gorakshep
Þetta er stóri dagurinn, gangan í grunnbúða Everest. Gengið frá Lobuche í gegnum breiðan dal sem liggur samsíða Khumbu jöklinum. Nokkrar litlar hækkanir og göngum slóða með vörðum sem að lokum leiðir að Gorakshep (5.160m) sem tekur um 3 klukkustundir. Nú er rétti tíminn til að grípa fljótlegan bita, búa sig á viðeigandi hátt og halda svo af stað aftur að Everest grunnbúðum. Gangan upp í grunnbúðir tekur um 4 klukkustundir. Frá grunnbúðum Everest er EKKI útsýni yfir Mount Everest, en þú getur séð glæsilega jökla, vötn, hella og Khumbu jökulinn. Göngum aftur til Gorkshep þar sem við gistum.
Gönguvegalengd: 15 km
Gönguhækkun: 700 m
Göngutími: 10 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 13 - 25.10 - Gorkshep - Kala Patthar (5.545m) - Pheriche (4.358m)
Fyrir þau ykkar sem hafa ekki fengið nóg, þá er í boði að ganga á Kala Patthar í 5.545 metra hæð. Þá er dagurinn tekin snemma, lagt af stað um kl. 4 til að sjá stórkostlega sólarupprás frá Kala Pattar yfir Mount Everest. Gengið aftur niður í Gorkshep í morgunmat. Eftir morgunmat er gengið niður í Pheriche,
Gönguvegalengd: 4 km (Kala Patthar) og 14 km (til Pheriche)
Gönguhækkun: 500 m og 400 m
Göngutími: 4 klst og 6,5 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 14 - 26.10 - Pheriche - Namche Bazaar (3.500 m)
Frá Pheriche er gengið yfir Khumbu Khola ána, farið upp á lítinn hrygg, þar er frábært útsýni yfir Imja-dalinn, Ama Dablam og Kantega. Farðu niður í gegnum litlu byggðirnar í Orsho og Shomare áður en þú ferð í gegnum Neðri Pangboche. Hér ferðu yfir Imja Khola ána og upp aftur til Thyangboche til að heimsækja klaustrið. Samkvæmt goðsögninni stofnaði Lama Sange Dorjee, sem kom frá Rongphu-klaustrinu í Tíbet, Thyangboche-klaustrið á 17. öld. Við heimsækjum klaustrið og nærliggjandi safn. Síðdegis er farið niður í gegnum fallegan skóg einiberja, rhododendron og furu til Phunkitenga. Eftir kærkomið hlé og ef til vill tebolla muntu fara yfir Dudh Kosi ána og fara upp til Trashinga. Héðan liggur leiðin yfir dalinn í gegnum Shanasa og áfram til Namche Bazaar þar sem við gistum.
Gönguvegalengd: 21 km
Gönguhækkun: 1400 m
Göngutími: 9 klst
Innifalið: gisting, morgun-, hádegis- og kvöldmatur
Dagur 15 - 26.10 Namche Bazaar - Kathmandu - Ferð endar
Eftir morgunmat þá tökum við þyrlu frá Namche til Katmandu. Tékkum okkur aftur inn á sama hótel. Frjáls dagur í Kathmandu. Lokakvöldverður
Innifalið: Þyrluflug, gisting og morgunmatur
Ferðadagur - Ferðasetrið mælir með því að fljúga út 2 dögum eftir að ferð lýkur. Það geta komið tafir á flugi frá Lukla og Namche til Kathmandu. Einnig er tilvalið að hvíla örlítið fyrir flug heim og njóta þess sem Nepal býður upp á. Ferðasetrið mælir með að kaupa flug út 10.10.2025, lenda í Kathmandu 11.10.2025. Fljúga heim 28.10.2025 og koma til Íslands 29.10.2025