Páskar 2025 Madeira Perla Atlantshafsins - Lúxusferð: Menning, göngur og jóga
15. apríl 2025
7 dagar
frá 399.000 kr
Madeira perla Atlandshafsins er ein af vinsælustu áfangastöðum í Evrópu. Þar finna allir eitthvað við sitt hæfi þar sem mjög auðvelt er að blanda saman, afslöppun, menningu, göngum og jóga. Eyjan tilheyrir Portúgal og hluti þess er á heimsminjaskrá UNESCO. Hún er þekkt fyrir mikla náttúrufegurð og milt loftslag allt árið. Gróskumikil fjöll, suðræn náttúra, háir kletta og oddhvassir tindar. Þrátt fyrir að vera lítil eyja, býður Madeira upp á fjöldann allan af dáleiðandi náttúruperlum. Áhugaverðir staðir eins og Pico do Arieiro og Cabo Girão, sem eru með einstök útsýni, eru aðdráttarmerki fyrir ferðamenn.
Madeira er ekki aðeins fyrir göngugarpana heldur býður hún upp á einstaka matarupplifun og vínsmökkun. Funchal höfuðborgin er uppfull af sögu og menningu eyjarinnar, þar sem gamalt blandast nýju. Í þessari ferð ætlum við að blanda saman, afslöppun, menningu, jóga og göngum. Gönguferðir eru val og engin skylda að taka þátt í þeim. Í þessari ferð verður gist á 4ra stjörnu hóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk.
Riu Hótel:
-
All innifalið í mat og drykk (drykkir í boði 24 klst á sólarhring)
-
Skemmtidagskrá 6 daga vikunnar
-
Ræktarsalur
-
Gufubað
-
Tennisvöllur
-
Tvær útisundlaugar og einn er upphituð yfir vetrartímann
-
Innisundlaug upphituð
-
Frítt wifi
-
Spa og nudd gegn gjaldi
-
10 km frá flugvelli
-
13 km frá Funchal höfuðborginni
-
2 km í næsta bæ
-
50 m í strætóstöð
-
10 m að sjó
Hápunktur ferðarinnar:
-
Pico do Arieiro to Pico Ruivo (1862 m) hæsti tindur Madeira og þriðji hæsti í Portúgal
-
Levado do Furado (meira en 2ja alda gömul gönguleið)
-
Laurisilva skógur á heimslista UNESCO
-
25 uppsprettur og Risco fossinn
-
Vín og matarsmökkun
-
Local markaðir
Greiða þarf staðfestingargjald til að festa sæti við bókun, staðfestingargjaldið er 60.000 kr. Lokagreiðsla 339.000 þarf að greiða fyrir 1.1.2025. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á ferdasetrid@ferdasetrid.is
Lámarksfjöldi 16, hámark 24
Fararstjórn: Edith Gunnarsdóttir
Verð: 399.000 kr*
*miðað við tvíbýlí, aukagjald vegna einbýli er 80.000 kr
Innifalið í verði:
-
Flug, handfarangur og 1x 20 kg innrituð taska
-
Akstur til og frá flugvelli að hóteli
-
Gisting í 7 nætur á 4 stjörnu lúxushóteli þar sem allt er innifalið í mat og drykk
-
Jóga
-
3 gönguferðir
-
Íslensk og erlend fararstjórn
Ekki innifalið í verði:
-
Ferða-, slysa- og farangurstrygging
-
Forfallatrygging
-
Þjórfé
Dagskrá:
Dagur 1. Þriðjudagur 15. apríl 2025
Ferðadagur, flug frá Íslandi til Madeira kl. 9. Lendum í Madeira kl. 13:55. Akstur á hótel og frjáls dagur
Innifalið: akstur, allur matur og drykkir á hóteli
Dagur 2. Miðvikudagur 16. apríl 2025
Morgun jóga fyrir morgunmat. Frjáls dagur
Innifalið: jóga, allur matur og drykkir á hóteli
Dagur 3. Fimmtudagur 17. apríl 2025 (Skírdagur)
Morgunjóga fyrir morgunmat. Eftir morgunmat er í boði að fara í göngu. Við ætlum að ganga frá Ribeiro Frio til Portela sem er ein af mörgum fjölbreyttu og dásamlegum gönguleiðum á eyjunni. Ribeiro Frio eða djúpi dalurinn sem þýðir „kalda áin“, er einn sá merkilegasti á Madeira, gönguleið sem er meira en tveggja alda gömul. Hún býður upp á einstakt útsýni yfir græna skóga, fossa og stöðuvatn.
Við byrjum göngu niður og í gegnum Laurisilva skóginn Þessi undraverði skógur er þekktur fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og veitir áhugaverða innsýn í hvernig öll eyjan hefði litið út fram að síðasta jökli. Skógarnir eru verndaðir af UNESCO og næstum allar plöntur og dýr sem við sjáum eru eingöngu í þessum skógi.
Þessi gönguleið er um 11 km, 250 m LÆKKUN og tekur um 4 tíma, fer eftir ferðahraða og fjölda stoppa. Hentar flestum þar sem engin hækkun er í þessari ferð.
Innifalið: jóga, allur matur og drykkir á hóteli og gönguferð
Dagur 4. Föstudagur 18. apríl 2025
Morgunjóga fyrir morgunmat. Eftir morgunmat er í boði að fara í göngu. Ganga að Risco-fossinum og uppsprettunum 25, þessi gönguleið er ein sú vinsælasta með stórkostlegu útsýni. Gönguleiðin er í skógi, yfir brýr, gil og meðfram uppsprettum. Þér líður eins og þú sért komin í leynilund í himnaríki.
Þessi gönguleið er um 11 km, 400 m hækkun og tekur um 4 tíma, fer eftir ferðahraða og fjölda stoppa. Hentar flestum, en við göngum niður og þurfum síðan að fara upp aftur um 400 m.
Innifalið: jóga, allur matur og drykkir á hóteli og gönguferð
Dagur 5. Laugardagur 19. apríl 2025
Eftir morgunmat er boðið að fara í göngu á hæsta tind Madeira og 3ja hæsta í Portúgal. Pico Ruivo 1862 m. Það er 30 mín akstur að upphafsstað göngu. Við byrjum göngu fyrir neðan Pico do Arieiro, göngum upp nokkrar tröppur og náum tindi Pico do Arieiro nokkuð fljótt. Þar er stórkostlegt útsýni. Við höldum áfram upp að útsýnisstaðnum Miradouro do Ninho da Manta til að horfa yfir leiðina. Nú er kominn tími til að fara niður frá Arierio, yfir þrönga klettaveggi, upp bratta göngustíga, í gegnum göng og göngustíga þar til við náum toppnum. Á leiðinni er einstakt útsýni sem minnir óneitanlega á Jurrasic World.
Þessi gönguleið er um 11 km, en 1200 m hækkun og tekur um 5 - 6 tíma, fer eftir ferðahraða og fjölda stoppa. Þessi ganga er fyrir fólk í meðalgóðu formi og sem er vant göngufólk.
Innifalið: jóga, allur matur og drykkir á hóteli og gönguferð
Dagur 6. Sunnudagur 20. apríl 2025
Morgunjóga fyrir morgunmat. Frjáls dagur.
Innifalið: jóga, allur og matur og drykkir á hóteli
Dagur 7. Mánudagur 21. apríl 2025
Morgunjóga fyrir morgunmat. Eftir morgunmat er í boði að fara í vín- og matarsmökkun, ásamt því að skoða local markaði.
Innifalið: jóga, gisting, allur matur og drykkir á hóteli og vín- og matarsmökkun
Dagur 8. Þriðjudagur 22. apríl 2025
Frjáls dagur til hádegis. Ferðadagur, flug frá Madeira til Ísland kl. 14:55. Lendum á Íslandi kl. 20:20.
Innifalið: allur matur og drykkir á hóteli og akstur á flugvöll