top of page
Það er ekki lengur hægt að bóka í þessa ferð

Lokagreiðsla Kilimanjaro

Tímabil: 26. ágúst 2024

890.000 íslenskar krónur
IS

Ferð

Í þessari gönguferð ætlum við að ganga á Meru (4.566 m) sem er næst hæsta fjall Tansaníu. Við ætlum einnig að ganga á Kilimanjaro (5.895 m) sem er hæsta fjall Afríku. Meru er staðsett í miðjum Arusha þjóðgarðinum. Fjallið er er tignarlegt eldfjall um 70 km vestur af Kilimanjaro. Þegar toppnum er náð við sólarupprás er fagurt útsýni til allra átta og þar á meðal yfir á Kilimanjaro. Kilimanjaro er hæsta frístandandi fjall heims, hæsta fjall Afríku sem er 5.895 metra hátt og eitt stærsta eldfjall heims sem rís upp frá sléttum Tanzanínu. Á gönguleiðinni er farið í gegnum öll gróðurbelti jarðar þar sem loftslagið sveiflast frá hitabelti niður fyrir frost á hæsta tindi Kilimanjaro Uhuru peak. Af toppnum er magnað útsýni yfir sléttur Tansaníu. Framandi náttúra Afríku, gleði og menning heimamanna gera þessa ferð að ævintýralegustu gönguferð lífs þíns. Við byrjum göngu á Meru til að aðlagast hæðinni betur fyrir gönguna á Kilimanjaro. Gangan á Meru tekur 4 daga en þar er gist í skálum, allur matur og drykkir eru innifaldir. Á fjórða degi þegar göngunni lýkur erum við keyrð beint á hótel og þar gistum við eina nótt áður en við byrjum göngu á Kilimanjaro daginn eftir. Gangan á Kilimanjaro tekur 6 daga en þar gistum við í tjöldum. Allur farangur, matur og búnaður er borin upp á fjallið af burðarmönnum. Það eru kokkar sem sjá um alla eldamennsku á meðan á göngu stendur og innifalið í ferðinni eru þrjár máltíðir á dag (hægt að fá grænmetisrétti). Það eina sem þátttakendur þurfa að bera er lítill bakpoki með vatni og auka fatnaði. Gengið verður í mismunandi hæð og veðurfar verður ólíkt. Það það getur orðið kalt á kvöldin, nóttunni og efst í fjallinu. Einnig getur gangan orðið krefjandi þegar ofar dregur vegna þunna loftsins. Fólk þarf því að vera vel undirbúið og með réttan búnað. Með því að ganga fyrst á Meru og aðlagast hæðinni þá erum við að auka líkurnar á því að toppa Kilimanjaro. Það verður í boði að gera jóga fyrir og eftir göngu alla dagana. Gist verður á hóteli fyrir og eftir göngu bæði á Meru og Kilimanjaro. Hægt er að bóka safarí og Zansibar eftir göngna.


bottom of page